Hleð Viðburðir

Fjölskyldur á flótta undan stríði, hungursneyð og öðrum hörmungum koma til Íslands í leit að betra lífi fyrir börnin sín og sig. En hvernig gengur þeim að verða fullgildir meðlimir í íslensku samfélagi? Hvernig bregst samfélagið og kerfi samfélagsins við aukinni fjölbreytni, breyttum þörfum og nýjum áskorunum?

Samkvæmt nýrri úttekt OECD um inngildingu innflytjenda hefur það mistekist að skapa inngildandi samfélag. Það eru margar augljósar hindranir, til að mynda tungumálið, en einnig aðrar sem innfæddir gera sér ekki grein fyrir.  Við ætlum að ræða þessi mikilvægu mál og líta blákalt í spegilinn.

Sérfræðingar þessa fundar eru:

Jasmina Vajzović Crnac – sérfræðingur í málefnum fólks af erlendum uppruna
Najlaa Attaallah – Arkítekt, rithöfundur og skáld
Magnea Marinósdóttir –  alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum

Guðrún Hálfdánardóttir, fréttamaður mun stýra umræðunni

Upplýsingar

Dagsetn:
30. október
Tími:
17:30 - 19:00
Series:
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map