Heimili Heimsmarkmiðanna: Geðheilsa
16. október @ 17:30 - 19:00
Event Series
(See All)
Hvernig styðjum við hvert annað? Hvernig hafa náin sambönd og samskipti áhrif á geðheilsu okkar? Mörgum finnst samskiptin í samfélaginu hafa breyst og orðið harðari, hvaða áhrif hefur það á okkur? Hvers vegna hugsum við ekki um forvarnir við geðsjúkdómum eins og við hugum að annarri líkamlegri heilsu?
Á þessum fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna snúum við okkur að félagslegum markmiðum Heimsmarkmiðanna, og ræðum um geðheilsu.
Sérfræðingateymið kemur úr ólíkum áttum og mun deila vitneskju og reynslu sinni.
Ólafur Þór Ævarsson – geðlæknir og stofnandi Streituskólans.
Tómas Kristjánsson – sálfræðingur og lektor við HÍ.
Fulltrúi frá Geðhjálp
Elísabet Kristín Jökulsdóttir – rithöfundur og skáld mun stýra fundinum og leiða umræðuna.
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.