Heimili Heimsmarkmiðanna : Hvernig er jöfnuður?
9. október @ 17:30 - 19:00
Íslenskt samfélag er talið opið og umburðarlynt, en hver er upplifun fatlaðs fólks á jöfnuði, aðgengi og inngildingu í íslensku samfélagi.
Við fáum til okkar Steinunni Ásu (Stása) úr „Með okkar augum“, Hauk Guðmundsson – formann Átaks, Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur – leikkonu og félagsfræðing, og Heiðu Vigdísi Sigfúsdóttur – framkvæmdastjóra Átaks. Þau munu deila með okkur reynslu sinni og þekkingu og skapa líflegt samtal við áheyrendur um þetta mikilvæga mál.
Fundarstjórn verður í traustum höndum Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur.
Fundurinn verður í beinu streymi og aðgengilegur á facebooksíðu Hannesarholts.
Þetta er gjaldfrjáls viðburður í boði Hollvinafélags Hannesarholts og öll eru velkomin.