Heimili Heimsmarkmiðanna: Hvers virði er náttúran?
2. október @ 17:30 - 19:00
Náttúran á Íslandi verður ekki metin til fjár, eða hvað? Er nóg að vera með 2-4 fossa, 5 góðar laxveiðiár og 12 firði? en 6 ár og 3 fossa? Verðum við að fórna náttúru fyrir hagvöxt – eða er það tvígreining á röngum forsendum? Á þessum opna vettvangi Heimilis Heimsmarkmiðanna reynum við að “verðleggja” íslenska náttúru.
Á opnum vettvangi Heimilis Heimsmarkmiðanna fáum við til okkar sérfræðinga úr ýmsum áttum og hvetjum til virkrar þáttöku áheyrenda í umræðunum. Að þessi sinni eru sérfræðingarnir:
Daði Már Kristófersson – hagfræðingur og prófessor
Sigríður Þorgeirsdóttir – heimspekingur og prófessor
Oddur Sigurðsson – jarðfræðingur og ljósmyndari
Katrín Oddsdóttir – lögmaður mun leiða áheyrendur og sérfræðinga saman í líflegar umræður.
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg