Hleð Viðburðir

Ár hvert eru 5.800 tonnum af mat og drykk hent af Reykvískum heimilum .  Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Á þessum þriðja fundi Heimilis Heimsmarkmiðanna rýnum við í matarvenjur okkar og hvar möguleikar eru til að innleiða sjálfbærni-hugsjón þegar kemur að innkaupum, eldamennsku og nýtingu. Við fáum til okkur sérfræðinga úr fremstu röð.
Margrét Sigfúsdóttir – fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans.
Sólveig Ólafsdóttir – sagnfræðingur og matgæðingur
Sigurjón Bragi Geirsson –  matreiðslumeistari, yfirkokkur, Kokkur ársins 2019
Rakel Garðarsdóttir, umhverfisbaráttumaður, framkvæmdastjóri Vesturports og framkvæmdastjóri Veranda mun leiða umræðuna.
Þessi opni vettvangur verður haldinn í Hljóðbergi í Hannesarholti og er gestum gjaldfrjáls. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.
Hlekkur virðiskeðju Matarsóun á mann 2022 (kg) Matarsóun 2022 (tonn)
Frumframleiðsla 77,2 29.060
Vinnsla og framleiðsla 4,2 1.590
Dreifing og smásala 5,1 1.930
Veitingahús og matarþjónusta 10,3 3.860
Heimili 63,2 23.780
Samtals 160 60.220

Upplýsingar fengnar frá samangegnsoun.is

Upplýsingar

Dagsetn:
25. september
Tími:
17:30 - 19:00
Series:
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map