Hleð Viðburðir

Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og réttlæti

Tilefni málþingsins er útgáfa bókar Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki, sem nefnist Hugsmíðar. Í bókinni reifar Vilhjálmur hugmyndir sínar um brýnustu verkefni siðfræði og stjórnmálaheimspeki samtímans þar sem spurningar um einstaklingsfrelsi og félagslegt réttlæti eru í fyrirrúmi. Viðfangsefnin eru sprottin úr íslensku samfélagi og færir höfundur rök fyrir því að við séum langt frá því að tileinka okkur vandaða stjórnsiði.

Á málþinginu munu Bryndís Valsdóttir, Geir Sigurðsson og Þorgeir Tryggvason flytja erindi um efni bókarinnar. Auk þess munu þau leggja spurningar fyrir Vilhjálm um vanda og verkefni íslensks lýðræðis og helstu siðferðilegu úrlausnarefni samtímans.

Hægt verður að kaupa súpu og heimabakað brauð á undan málþinginu í veitingahúsinu á 1.hæð. Borðapantanir í síma 511-1904. Húsið opnar kl.18.

Upplýsingar

Dagsetn:
26/01/2015
Tími:
20:00 - 21:30
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website