2025-12-07T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Fimmtudagurinn 19. nóvember er UNESCO dagur heimspekinnar. Þann dag verður haldinn fögnuður í tilefni af útkomu síðustu bókar Páls Skúlasonar, Merking og tilgangur, sem hann lauk við skömmu fyrir andlát sitt í vor.

Björn Þorsteinsson, Salvör Nordal, Henry Alexander og Skúli Skúlason munu flytja stuttar hugleiðingar um þá heilsteyptu kenningu um veruleikann sem Páll setur fram í verkinu um stöðu okkar í heiminum og samspil merkingar og tilgangs.

Ævar Kjartansson mun einnig lesa upp úr verkinu.

Bókin verður til sölu á staðnum.

Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð frá kl. 18.30. Borðapantanir í síma 511-1904.

 

 

Go to Top