Heimspekispjall og samtímalist
19/10/2016 @ 20:00
Dr.Hlynur Helgason lektor í listfræði í HÍ og Sigrún Inga Hrólfsdóttir myndlistarmaður og deildarforseti myndlistardeildar LHÍ ræða heimspeki í íslenskri samtímalist. Skoðaðir verða snertifletir gjörninga og vídeóverka Ragnars Kjartanssonar við heimspeki þýska 19. aldar heimspekinginsins Friedrichs Nietzsches. Sigrún mun segja frá meistararitgerð sinni frá vori 2016, sem nefnist „Hlutmiðuð verufræði: Leikur hugsunar og efnis í heimspeki og list.“ Dr.Henry Alexander Henrysson er umsjónarmaður heimspekispjallsins.