Hleð Viðburðir

Jakob G. Rúnarsson og Róbert Jack luku nýlega doktorsprófi í heimspeki frá Háskóla Íslands. Þeir munu ræða við gesti um rannsóknir sínar í Hannesarholti þriðjudagskvöldið 26. apríl klukkan 20.00.

Yfirskriftin á erindi Jakobs er „Orka og orsakir. Þegar hugspeki 20. aldar og þróunarhyggja 19. aldar mættust“ en erindi Róberts nefnist „Að verða betri með Platoni: Nýtt sjálfshjálparprógramm.“

Í erindi sínu mun Jakob veita innsýn í greinar eftir Ágúst H. Bjarnason frá fimmta áratug síðustu aldar og skoða hvernig nýir straumar á sviði hugspeki rötuðu hingað til lands og með hvaða gleraugum þær hugmyndir hafa verið túlkaðar. Róbert mun fjalla um Platon út frá því sjónarhorni hvað það þýði að verða betri manneskja.

Aðgangur er ókeypis og viðburðurinn er öllum opinn. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynnast ferskum og spennandi rannsóknum í heimspeki sem eiga mikilvægt erindi við samtímann á sinn ólíka máta.

Húsið opnar klukkan 18.30 fyrir gesti sem vilja gæða sér á léttum kvöldverði áður en spjallið hefst. Athugið að panta þarf borð með því að hringja í síma 511-1904 eða senda tölvupóst á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
26/04/2016
Tími:
20:00 - 21:30
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , , ,

Staðsetning

Hljóðberg