Hleð Viðburðir

Laugardaginn 18.febrúar kl. 11 ætlar Stefán Jón Hafstein að ræða bók sína Heimurinn eins og hann er við gesti Hannesarholts.

Bókin kom út í haust og hefur staðið undir því að vera ,,bókin sem talað er um“ því hún hefur verið til umræðu í fjölmörgum spjallþáttum og viðtölum prentmiðla. Silfrið, Kiljan, Gísli Marteinn, Sverrir Norland á Rás 1 og fjölmörg hlaðvörp hafa gert umræðuefninu skil. Stefán Jón segir að margir klúbbar og félagasamtök hafi boðið til umræðufunda svo nú finnist honum rétt að hafa opinn fund ,,fyrir hvern sem er og ókeypis inn“.

Hannesarholt kynnir sig sem Hús heimsmarkmiðanna svo það er einkar viðeigandi að hittst þar yfir morgunkaffi.

Stefán Jón notar form persónulegrar heimildasögu til að gefa lesanda leiðarvísi að betri skilningi á stöðu heimsins eins og hann er.

,,Þessi saga er ekki einungis um raunverulegar ógnir. Hún er ákall til okkar, mannanna, um að elska allt sem lífsanda dregur“ segir höfundur. ,,Frábær leiðsögumaður“ segja gagnrýnendur Kiljunnar og hlustendur á Storytel gefa 4,5 stjörnur af fimm mögulegum.

Aðgangur er ókeypis og fundurinn stendur í rúma klukkustund.

Upplýsingar

Dagsetn:
18/02/2023
Tími:
11:00 - 12:00
Viðburður Categories:
, ,

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map