Hleð Viðburðir

Tónlistarmaðurinn Hjörvar spilar ásamt hljómsveit lágstemmdari útgáfur af 52 fjöll, nýrri sólóplötu sinni, auk eldri laga fimmtudaginn 20.júní kl.20.30. Þetta er þriðja plata Hjörvars en áður hafa komið út plöturnar Paint Peace (2004) og A Copy of Me (2008).

Hjörvar spilar tilfinningahlaðið og taktdrifið popprokk þar sem greina má áhrif frá nýrómantík nýbylgjunnar, ekki síst á nýju plötunni.

Úr umsögnum um 52 fjöll:

„Það er drama og knýjandi ástríða í lögunum […] maður fær illt í karmað vitandi að tónlist Hjörvars er ekki að flæða um hvert heimili hérlendis, sem erlendis.“

Arnar Eggert Thoroddsen

„Ein af 10 bestu plötum ársins 2018.“

Björn Jónsson

Með Hjörvari koma fram Arnar Þór Gíslason (trommur), Guðni Finnsson (bassi), Birkir Rafn Gíslason (gítar), Þorbjörn Sigurðsson (gítar og hljómborð) og Hrafn Thoroddsen (gítar og hljómborð).

Upplýsingar

Dagsetn:
20/06/2019
Tími:
20:30 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904