2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir
Johnny King mætir ásamt hljómsveitinni sinni Goldies með tónleika í fullri lengd, þá fyrstu í mörg ár, en tilefnið er meðal annars að fylgja eftir kvikmyndinni Kúreki norðursins: sagan af Johnny King eftir Andra Frey og Árna Sveins sem sýnd var í kvikmyndahúsum landsins og á RÚV í fyrra. Leikin verða bæði lög frá ferlinum eins og Lukku Láki og Tinarinn ásamt nýjasta smellinum Nútíma kúreki í bland við þekkta köntrí-slagara frá helstu stjörnum gullaldaráranna í country tónlist.
Hljómsveitina skipa:
Johnny King – Gítar og söngur
Guðný Lára Gunnarsdóttir – Ukulele og söngur
Stefán Örn Viðarsson – Píanó og söngur
Guðmundur Andrés Reynisson – Trommur og söngur
Guðmundur Pálsson – Fiðla
Hallur Guðmundsson – Bassi og söngur

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top