Hleð Viðburðir

Nokkrir höfundar stíga á stokk og lesa upp úr nýúkomnum bókum sínum. Veitingastaðurinn opinn, kvöldverður í boði í veitingastofunum á undan lestrinum.

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Eiríkur Guðmundsson, Hallgrímur Helgason, Auður Jónsdóttir, Haukur Ingvarsson, Vala Hafstað og Halldóra K.Thoroddsen.

Þórunn Jarla : Skúli fógeti. Faðir Reykjavíkur

Ragnar Helgi Ólafsson : Bókasafn föður míns

Eiríkur Guðmundsson : Ritgerð mín um sársaukann

Hallgrímur Helgason : Sextíu kíló af sólskini

Auður Jónsdóttir : Þjáningarfrelsið

Haukur Ingvarsson : Vistarverur

Vala Hafstað : Eldgos í aðsigi / Imminent eruption

Halldóra Thorodssen : Katrínarsaga

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir les úr bók sinni: Skúli fógeti. Faðir
Reykjavíkur
. Skúli varð fyrstur Íslendinga fógeti landsmanna. Hún varpar ljósi á margar hliðar Skúla fógeta í þessarri bók og lýsir um leið samferðafólki hans og samtíð af innlifun.

Ragnar Helgi Ólafsson les úr bók sinni: Bókasafn föður míns, sem er óvænt blanda af minningabók, ritgerð, ævisögj, brandarabók og þjóðlegum fróðleik.
Þegar höfundur þarf að ganga frá bókasafni látins föður síns kvikna minningar, hugleiðingar um bækur, menninguna, missi, fallvelti hluta, um liðna tíð og framtíðina – en ekki síður um samband föður og sonar og hvað skipti mestu máli í lífinu þegar upp er staðið.

Eiríkur Guðmundsson les úr bók sinni Ritgerð mín um sársaukann.
Bókin er samtímasaga sem gerist í Reykjavík og á afviknum stað á landsbyggðinni. Hún fjallar um spádóm sem féll fyrir mörgum árum og sársaukann sem honum fylgir í lífi fjögurra persóna með sameiginlegan bakgrunn, samskipti og samtal kynslóða, farangurinn og leyndardóminn sem fólk fer með út í lífið.

Hallgrímur Helgason les uppúr bók sinni Sextíu kíló af sólskini. Sagan gerist í ímynduðu þorpi á Norðurlandi, Segulfirði, fjallar um umbrotatíma í íslenskri sögu og segir frá því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Íslandi.

Auður Jónsdóttir les uppúr bókinni Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla, sem geymir hugleiðingar fimmtíu manns úr heimi blaðamennsku og var gerð af Auði, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur.

Haukur Ingvarsson les úr bók sinni Vistarverur, þar sem hann yrkir um hinar ýmsu vistarverur innra með manneskjunni, sem og úti í hinum stóra heimi. Dregnar eru upp myndir sem eru í senn margræðar og skemmtilega óvæntar.

Vala Hafstað les úr tvítyngdri bók sinni Eldgos í aðsigi / Imminent eruption. Vala bjó í Bandaríkjunum í hátt í 30 ár. Bókin er safn minningarbrota sem lýsa á kíminn hátt dvöl hennar þar, heimkomunni eftir 30 ár og verunni hér á landi.

Halldóra Thorodssen les úr bók sinni Katrínarsaga. Sagan fjallar um hrun goðsagna og hamskipti tímadraugsins sem hefur okkur á valdi sínu. Hún fjallar um fólk undir álögum tveggja goðsagna.

Upplýsingar

Dagsetn:
14/12/2018
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904