„HÚN“ FRÁ AFRÍKU TIL ÍSLANDS
27/07/2018 - 04/09/2018
Patrytsia Tokav-Sedkh er listakona af Afrísku bergi brotin, fædd í Ukraínu og búandi á Íslandi. Í þessarri sýningu veltir hún fyrir sér sögum af Afrísku og Íslensku landslagi. Umhyggjan og mýktin undir móðurlegum himni í skapandi rými. Myndirnar segja sögu afrísks og íslensks landslags á einni og sömu sýningunni. Litir landslagsins endurspeglast í myndunum, uppruni lífsins er í bláu vatni, rauður og gulur eru litir afríska eldmóðsins og eldsins í iðrum jarðar undir íslenskri foldu, sem er svört og brún. Sýningin stendur út ágúst og allar myndirnar á sýningunni eru til sölu.