Hleð Viðburðir

Á  Menningarnótt gefst fólki tækifæri til að setjast niður í erli dagsins og ræða hinar stóru spurningar lífsins í svokölluðu Heimspekikaffi. Það verður starfrækt frá kl. 14-16 í Borðstofunni. Það eina sem þarf að taka með er forvitni og meðfædd skynsemi. Þar gilda fjórar einfaldar reglur – allt annað er leyfilegt: 1. Einn talar í einu, hinir hlusta. 2. Rökstyðja. 3. Halda sig við efnið. 4. Ekki vitna í fræga höfunda.

Fegurð var allt frá fornöld talin meðal æðstu gæða ásamt sannleika, réttlæti og hinu góða. Þegar Jónas Hallgrímsson og félagar ýttu af stað tímaritinu Fjölni lýstu þeir því yfir að þeir ætluðu að hafa þrennt að leiðarljósi: hið nytsamlega, hið sanna og hið fagra. Á síðari tímum er þó eins og fegurð hafi misst þann virðingarsess sem hún hafði. Við viljum rannsaka hvort fegurð sé sjálfstæð meðal verðmæta óháð notagildi og hvaða hlutverk hún hefur í lífi nútímafólks og menningu 21. aldar.

Allir eru velkomnir!

Upplýsingar

Dagsetn:
23/08/2014
Tími:
14:00 - 16:00
Verð:
Free

Skipuleggjandi

Skúli Pálsson

Staðsetning

Borðstofan