Hleð Viðburðir

Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Kjartan Valdemarsson píanóleikari standa fyrir fernum spunatónleikum í Hannesarholti í vetur – tvennum fyrir jól og tvennum eftir jól.  Þau fá til sín góða gesti sem munu leika með þeim á tónleikunum.  Meðal viðfangsefna verða íslensk sönglög, amerískir standardar, Bítlarnir og svo þekkt rokk- og popp lög.

Tónleikarnir verða á fimmtudögum kl.20.00 og verða opnar æfingar í Hljóðbergi Hannesarholts sem verða auglýstar sérstaklega, fyrir þá sem vilja fylgjast með listamönnunum að störfum.

Fyrstu tónleikarnir verða fimmtudaginn 9.október kl.20.00 og verður viðfangsefni þeirra amerískir standardar.  Gestur þeirra verður Richard Anderson. Seinni tónleikarnir verða 13. nóvember.

Upplýsingar

Dagsetn:
09/10/2014
Tími:
20:00 - 21:00
Verð:
ISK2.500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/8506

Skipuleggjandi

Kristjana Stefánsdóttir

Staðsetning

Hljóðberg