2025-12-07T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Kjartan Valdemarsson píanóleikari standa fyrir fernum spunatónleikum í Hannesarholti í vetur – tvennum fyrir jól og tvennum eftir jól.  Þau fá til sín góða gesti sem munu leika með þeim á tónleikunum.  Meðal viðfangsefna verða íslensk sönglög, amerískir standardar, Bítlarnir og svo þekkt rokk- og popp lög.

Tónleikarnir verða á fimmtudögum kl.20.00 og verða opnar æfingar í Hljóðbergi auglýstar sérstaklega fyrir tónleika Hannesarholts fyrir þá sem vilja fylgjast með listamönnunum að störfum.

Gestur á þessum tónleikum er Jóel Pálsson.

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top