Hleð Viðburðir

Kammerhópurinn Jökla kveður sér hljóðs sumarið 2021 með tónleikum þar sem koma fram tveir framúrskarandi tréblásaraleikarar úr íslensku tónlistarlífi og leika með okkur blásarakvartetta eftir B.Britten, J.C.Bach og Crusell. Þar ber hæst tvo óbókvartetta sem Julia Hantschel, leiðandi óbóleikari SÍ leikur með okkur, eftir B.Britten og J.C.Bach. Einnig mun Grímur Helgason, klarinettuleikari SÍ leika með okkur klarinettkvartett eftir B.H. Crusell. Að endingu mun kammerhópurinn einnig frumflytja glænýtt verk eftir Gísla Magnússon tónskáld. Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari verður okkur einnig til halds og traust á mjúka miðsviðinu.

Hugmyndin að Kammerhópnum Jöklu kom frá Guðnýju Jónasdóttur sellóleikara og Gunnhildi Daðadóttur fiðluleikara á vormánuðum 2020 en loksins kemur hópurinn með ferskan andvara inn í íslenskt tónlistarlíf að lokinni Covid-dvöl. Hópurinn leggur áherslu á samstarf við íslensk tónskáld, leikur sér með íslenskan þjóðlagaarf og opnar fyrir nána samvinnu í litlum kammerhópum. Hljóðfæraleikarar hafa allir sannreynt getu sína og leika í Sinfóníuhljómsveit Íslands en þykir mikilvægt að geta tekið þátt í íslenskri tónlistarmenningu með öðru sniði. Blönduð hljóðfæraskipan gerir okkur kleift að leika sjaldheyrð tónverk úr allri tónlistarsögunni í bland við nýja á tónleikum.

Upplýsingar

Dagsetn:
20/06/2021
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website