KATRÍN JÓNSDÓTTIR
30/06/2018 - 26/07/2018
Katrín Jónsdóttir er grafískur hönnuður, fædd 1961 í Fljótshlíðinni og býr á Seltjarnarnesi ásamt fjölskyldu sinni. Myndskreytingarnar á sýningunni í Hannesarholti eru samdar við texta um grundvallarlög íslenska ríkisins útfrá reynslu og tilfinningum hennar. Hún spyr, ef harka sé að aukast í Evrópu í kjölfar hryðjuverka, hvernig megi tryggja öryggi borgaranna án þess að skerða frelsi þeirra. Persónurnar á pappírnum eiga það sameiginlegt að vilja pláss og sýnileika, en varnarleysi, ungur aldur, menntunarskortur eða skerðing veldur því að þær fylla illa út í myndflötinn. Sá sem nýtur mannúðar er líklegri til að láta gott af sér leiða.