2025-12-05T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Svolítið af ýmsu

Katrín Matthíasdóttir opnar myndlistarsýningu sína, SVOLÍTIÐ AF ÝMSU, í Hannesarholti laugardaginn 15.nóvember kl.14. Sýningin er sölusýning og er opin á opnunartímum Hannesarholts, mið-lau kl.11.30-16.

Katrín nefnir þessa sýningu  SVOLÍTIÐ AF ÝMSU – því hún er einmitt það! Hér má sjá verk sem hún hefur unnið á síðustu tíu árum, þar á meðal ný verk frá árinu 2025. Verkin eru unnin í mismunandi miðlum og með ólíkum aðferðum. Sýningin gefur innsýn í fjölbreytta listsköpun þar sem tilraunagleði og persónuleg sýn fá að njóta sín. Svolítið af ýmsu – þar sem ólíkar hugmyndir og miðlar mætast í einni heild.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top