Hleð Viðburðir

23/8 er djassdúett sem fæddist í Stokkhólmi árið 2015. Dúettinn samanstendur af tveimur konum sem deila sama afmælisdegi, 23. ágúst, og hafa í gegnum röð skemmtilegra tilviljana fundið einstakan samhljóm í tónlist. Píanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir og söngkonan Stína Ágústsdóttir eru báðar búsettar og starfandi í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þær hafa getið sér gott orðspor á jazzsenunni þarlendis og hérlendis líka en síðasta plata Stínu, Jazz á Íslensku, var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í fyrra og Anna Gréta hlaut m.a virtan styrk frá vinum Faschings í Stokkhólmi á þessu ári og var bjartasta vonin í jazz- og blúsflokki íslensku tónlistarverðlaunanna 2014.
Anna og Stína eru um þessar mundir að vinna í eigin tónlist og munu áhorfendur fá að heyra frumflutning nokkurra verka úr þeirra smiðju. Auk eigin verka munu þær, ásamt Mikael Mána Ásmundasyni gítarleikara, flytja lög eftir m.a. Joni Mitchell, Björk og Bob dylan.
Búast má við einlægum tónleikum og einstæku tækifæri til að sjá þetta stórkostlega tónlistarfólk flytja sína eftirlætistónlist.

Upplýsingar

Dagsetn:
09/08/2018
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904