2025-12-09T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Á þessum þriðju og síðust tónleikum vetrarins í tónleikaröðinni Konsert með kaffinu, munu þær Anna Jónsdóttir, sópran, Þóra Passauer, kontra alt og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanóleikari flytja tónlist eftir Johannes Brahms og Pál Ísólfsson. Hárómantísk einsöngslög eftir þá stallbræður, en einnig 5 dúettar op.66 eftir Brahms.

Brahms samdi dúettana sumarið 1875 í Ziegelhausen í nágrenni Heidelberg og voru þeir frumfluttir í Vínarborg 29.janúar 1978.  Dúettarnir eru 5 og eru ljóðin ekki eftir sömu höfunda.

Sönglögin og dúettarnir eru í aðalatriðum um fegurð og duttlunga lífsins og ástarinnar.
Kaffi og sætmeti innifalið í verði.

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top