Hleð Viðburðir

Frá myrkri til ljóss er yfirskrift annarra tónleika í tónleikaröðinni, Konsert með kaffinu sem haldnir verða í Hannesarholti sunnudaginn 15.febrúar klukkan 15:00.

Duo Mirabilis þ.e. Anna Jónsdóttir sópran og Sophie Schoonjans hörpuleikari, munu leiða okkur með tónlist og textum úr myrkrinu yfir í birtuna, frá þunga í léttleika og frá sorg í gleði.
Byrjað er á íslenskum lögum þar sem þjóðlög eru áberandi með sinn dimma og kyrrláta anda. Síðan koma frönsk og þýsk lög sem hafa í sér bæði ljós og myrkur. Að lokum eru ensk og írsk lög sem bera með sér andblæ vorsins og ljóssins.

Á meðan gestir njóta fagurra tóna geta þeir gælt við bragðlaukana með kaffiveitingum Andra Kárasonar konditors sem slegið hefur rækilega í gegn í Hannesarholti. Kaffiveitingar eru keyptar sér.

Miðar eru seldir á midi.is

Anna Jónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún lærði við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003. Árið eftir stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem aðalkennari hennar var Maria Slatinaru. Hún lauk svo einsöngvaraprófi frá Nýja Tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik. Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006. Anna hefur gefið út tvo hljómdiska, Móðurást, sem inniheldur íslensk sönglög tileinkuð móðurkærleikanum og nýleg kom út hljómdiskurinn VAR sem hefur að geyma íslensk þjóðlög sungin án meðleiks, hljóðrituð í Akranesvita og á Djúpavík. Sumarið 2010 tók Anna þátt í alþjóðlegu tónlistarsamstarfi á vegum Music Art Omi International í Ghent í New York fylki, þar sem hún dvaldi sem gistilistamaður. Sumarið 2012 tók hún þátt í tónlistarhátíðinni SonicExchange í Kassel í Þýskalandi.

Sophie Schoonjans fæddist í Belgíu og lauk prófi frá Conservatoire Royal de Musique í Brussel 1984 í hörpuleik og 1985 i kammertónlist. Frá 1993 hefur hún tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífí og hefur m.a. spilað í Íslenzku Óperunni, með Sinfóníuhljómsveit Norðulands, á Sumartónleikum Norðurlands og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sophie hefur einnig spilað sem meðleikari á nokkrum geisladiskum.
Hún starfar nú sem hörpukennari hjá Tónlistarskóla Sigursveins og í Tónskólanum Do re mí, jafnframt því að vera sjálfstætt starfandi hörpuleikari.

Dúo Mirabilis hefur starfað við margvísleg verkefni og spilað fjölda tónleika undanfarin 10 ár.

Upplýsingar

Dagsetn:
15/02/2015
Tími:
15:00 - 16:30
Verð:
ISK2.500
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/8786/Konsert_med_kaffinu

Skipuleggjandi

Anna Jónsdóttir
Email
annamega@simnet.is

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website