KONUR SKELFA EFTIR HLÍN AGNARSDÓTTUR
28/10/2018 @ 16:00 - 17:30
Konur skelfa, klósettdrama í tveimur þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur verður leiklesið í Hannesarholti miðvikudaginn 24.október kl. 20 og endurtekið sunnudaginn 28.október kl.16. Leikritið var leikið í Borgarleikhúsinu 1996-1997 og sýnt 75 sinnum. Það var einnig flutt í sjónvarpi 1998 á Stöð 2.
Leikritið fjallar um fmm konur sem fara út að skemma sér í Reykjavík og hittast af og til á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Þar trúa þær hver annarri fyrir löngunum sínum og tilfinningum en rata líka í ýmis vandræði þegar áfengismagnið í blóðinu eykst og músíkin verður háværari. Hljómsveitin Skárrenekkert gerði músíkina við verkið sem síðan var gefin út.
Hlín Agnarsdóttir leikstýrði verkinu á sínum tíma en hlutverkin voru leikin af Önnu Elísabetu Borg, Ástu Arnardóttur, Kjartani Guðjónssyni, Maríu Ellingsen, Steinunni Ólafsdóttur og Valgerði Dan. Nú ætlar þessi sami hópur með einni undantekningu að stíga á stokk í Hannesarholti og leiklesa verkið á degi Sameinuðu þjóðanna 24.október. Í stað Ástu Arnardóttur kemur Sigrún Gylfadóttir. Hannesarholt býður kvöldverð á tilboðsverði og vínglas á 2.900 í tilefni dagsins miðvikudaginn 24.október.
Sýningin verður endurtekin sunnudaginn 28.október kl.16.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir hefur umsjón með lestrinum. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið á undan leiklestrinum á sunnudaginn.