2025-12-05T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Fjórar grasrótarhljómsveitir spila í Hannesarholti á Menningarnótt 2025. Þú færð að sjá og hlusta á allt frá tilfinningaríkri raftónlist með dansi í rokk og ról og pönk. Hljómsveitirnar eru þær  Krassoff, Slacker Essentials, Emma og Kyrsa.

Kristína Rannveig Jóhannsdóttir sem kemur fram sem Krassoff, er ung tónlistarkona og dansari. Hún gerir að mestu raftónlist þar sem tilfinningarík, dýnamísk og fjölbreytt tónlistin fær að njóta sín í bland við ljóðlist og dans, enda mikið til innblásin af hinum ýmsu listformum og samspili þeirra á milli.

Slacker Essentials (eða Nauðsynjar Tossans) er þriggja manna hljómsveit skipuð af Ísleifi (hann) á trommur, Víf (hán) á bassa og fetlaborð og Fíónu (hún) á baritón gítar. Hljómsveitin skilgreinir sig sem einhverja bragðtegund af póst-pönki eða/ og Alternative Rokki. Býður uppá að njótendur dansi, gráti eða dansgráti.

Hljómsveitin Emma flytur Folk tónlist yfir víðtækan hljóðheim. Hljómsveitina stofnuðu systkinin Sindri Snær Ómarsson og Breki Hrafn Halldóru Ómars og hana skipar einnig Ásgeir Kjartansson og Óðal Hjarn Grétu. Saman hafa þau samið fjölbreytt samansafn af einlægri tónlist og gáfu út sína fyrstu plötu, Halidome, sumarið 2025. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir dýnamískan og grípandi flutning og mun meðal annars spila á Iceland Airwaves 2025.

Kyrsa er hljómsveit sem semur og spilar rokk og roll og stefnir á heimsyfirráð.
Meðlimir eru Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Ágúst Ómarsson, Úlfar Högni Ágústsson og Tryggvi Rúnar Kristinsson.

Upplýsingar

Staðsetning

Go to Top