Hleð Viðburðir

Vegna vinsælda og jákvæðra umfjallana verður þriðji leiklesturinn á leikritinu Kvennaráð eftir Sellu Páls leiklesið í Hannesarholti þann 11. mars. 2018 kl. 16. Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.

Leikstjóri: Sveinn Einarsson
Höfundur: Sella Páls
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo
Búninga og sviðshönnuður: Helga Björnsson

Leiklesturinn er styrktur af Reykjavíkurborg.
Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir uppsetningunni.

Aðgangseyrir: kr. 2000. Miðar fást á tix.is

Hannesarholt bíður upp á kaffi og vöfflu fyrir 1000 kr. á veitingastaðnum á undan sýningunni.

Slóð á umfjallanir má finna á þessari síðu.

http://www.dv.is/menning/2018/2/26/beint-i-aed/

Upplýsingar

Dagsetn:
11/03/2018
Tími:
16:00 - 18:00
Verð:
kr.2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://www.tix.is/is/event/5587/leiklestur-kvennara-eftir-sellu-pals/

Skipuleggjandi

Leikhúslistakonur 50+

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website