Hleð Viðburðir

Kvöldstund í Hannesarholti með Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur fimmtudagskvöldið 4.mars kl.20. Aðalbjörg fjallar um Samskiptaboðorðin og áhrif góðra samskipta á einstaklinga og samfélagið allt í fortíð, nútíð og framtíð. Alla daga eigum við í samskiptum, við aðra og okkur sjálf. Samskipti hafa áhrif á líðan og lífsreynsla, uppeldi, sjálfsþekking og persónulegir eiginleikar geta ýmist eflt eða dregið úr samskiptafærni. Samskiptaboðorðin eru leiðarvísir um góð samskipti og gera mögulegt að takast á við aðstæður með jákvæðum hætti sem styður við góð tengsl og eykur hamingju og lífsgæði.

Krefjandi aðstæður undangenginna mánaða hafa skapað aðstæður óvissu og ótta og takmarkað samskipti, jafnframt hafa vellíðan og velferð fengið dýpri merkingu. Þörfin fyrir samskipti og tengsl, að iðka aðferðir til að hlúa að sér og gæta að þeim sem varnarlausastir eru í samfélaginu verður ríkari þegar óvissa ríkir. Það er vert að velta upp með hvaða hætti góð samskipti hafa grundvallað framþróun og farsæld samfélaga og einstaklinga í gegnum tíðina; að horfa til myndugra fyrirmynda og reynslu forfeðra okkar og -mæðra í þeim tilgangi að auka þekkingu á mikilvægi góðra samskipta meðal einstaklinga í samfélagi nútímans.

Við minnumst þeirra sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi, lagt gott til samfélagsins og átt í góðum samskiptum. Maya Angelou sagði: Fólk mun gleyma því sem þú segir og gerir, en fólk mun aldrei gleyma hvernig þeim leið í návist þinni. Í því samhengi verður athygli beint að mikilvægu hlutverki góðra samskipta og hver og einn veltir fyrir sér Fyrir hvað verður þín minnst?

Aðalbjörg er fimm barna móðir, hjúkrunarfræðingur, rithöfundur og sjálfstætt starfandi fræðikona. Ástríðu hennar fyrir aukinni þekkingu á góðum samskiptum og áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélög má rekja allt til barnæsku og reynslu hennar sjálfrar af samskiptum. Það hefur endurspeglast í lífsferðalagi hennar og starfsvali. Hún bjó til og gaf út leiðarvísi um góð samskipti; Samskiptaboðorðin, árið 2012 og fjórum árum síðar kom samnefnd bók út eftir hana hjá JPV útgáfu. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og stjórnandi innan heilbrigðiskerfisins og annast kennslu og námskeiðahald þar sem meginviðfangsefnin eru samskipti og tengsl. Nú um stundir rannsakar hún og skrifar bók um einmanaleikann og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands þar sem hún beinir sjónum að upplifun stjórnenda í heilbrigðis- og menntakerfinu á Íslandi af áskorunum, álagi og bjargráðum á tímum COVID-19.

Um viðburðinn í Hannesarholti

Alla daga eigum við í samskiptum, við aðra og okkur sjálf. Samskipti hafa áhrif á líðan, og lífsreynsla, uppeldi, sjálfsþekking og persónulegir eiginleikar geta ýmist eflt eða dregið úr samskiptafærni. Samskiptaboðorðin eru leiðarvísir um góð samskipti og gera mögulegt að takast á við aðstæður með jákvæðum hætti sem styður við góð tengsl og eykur hamingju og lífsgæði.

Krefjandi aðstæður undangenginna mánaða hafa skapað aðstæður óvissu og ótta og takmarkað samskipti, jafnframt hafa vellíðan og velferð fengið dýpri merkingu. Þörfin fyrir samskipti og tengsl, að iðka aðferðir til að hlúa að sér og gæta að þeim sem varnarlausastir eru í samfélaginu verður ríkari þegar óvissa ríkir. Það er vert að velta upp með hvaða hætti góð samskipti hafa grundvallað framþróun og farsæld samfélaga og einstaklinga í gegnum tíðina; að horfa til myndugra fyrirmynda og reynslu forfeðra okkar og -mæðra í þeim tilgangi að auka þekkingu á mikilvægi góðra samskipta meðal einstaklinga í samfélagi nútímans.

Við minnumst þeirra sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi, lagt gott til samfélagsins og átt í góðum samskiptum. Maya Angelou sagði: Fólk mun gleyma því sem þú segir og gerir, en fólk mun aldrei gleyma hvernig þeim leið í návist þinni. Í því samhengi verður athygli beint að mikilvægu hlutverki góðra samskipta og hver og einn veltir fyrir sér Fyrir hvað verður þín minnst?

Stefán Örn Viðarsson og Guðný Lára Gunnarsdóttir þátttakendur í lagakeppni Hannesarholts flytja lag sitt við ljóð Hannesar Hafstein: Strikum yfir stóru orðin.

Kvöldmatur er framreiddur í veitingastofunum á undan viðburðinum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
04/03/2021
Tími:
20:00 - 21:15
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
Phone
5111904
View Staðsetning Website