Hleð Viðburðir

FORRÉTTINDABÖRNIN

Á GRUNDARSTÍGNUM …

Hver voru forréttindabörnin á Grundarstígnum í Reykjavík undir miðbik síðustu aldar? Og af hverju flokkuðust þau undir forréttindabörn? Var það út af tyggjóinu með rúsínunum, sóleyjunum, sykraða normalbrauðinu eða vegna þess að leið Reykjavíkurskáldsins lá iðulega um götuna? Og hvaða fólk taldi sig merkilegasta fólk í landinu og gekk í Verzlunarskólann sem þá var að festa sig í sessi í húsi númer 24 og er 110 ára í ár? Þetta ásamt mörgu fleiru ber á góma í Hannesarholti þegar Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenprestur á Íslandi, verður þar gestur ásamt Eddu Andrésdóttur sjónvarpskonu, en hún skrifaði samtalsbók þeirra Sólin kemur alltaf upp á ný. Auður Eir ólst upp á Grundarstíg og síðan hefur gatan legið eins og þráður í gegnum líf hennar og verið uppspretta fjölda hugmynda.

Upplýsingar

Dagsetn:
06/05/2015
Tími:
20:00 - 21:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg