2025-12-06T00:00:00+00:00
Hleð Viðburðir

Gunnar Kvaran tónlistarmaður og lífskúnstner tekur á móti gestum og eys af andlegri auðlegð sinni í spili og spjalli. Gunnar leikur 6 saraböndur eftir Bach með jafnmörgum hugleiðingum sem hann les á milli verka.

Í framhaldi lýsir hann bernskunni í Þingholtunum og les frumsamda skemmtisögu úr tónlistarheiminum. Loks tekur Gunnar fyrirspurnir úr sal um hvaðeina sem fólki dettur í hug að spyrja um.

Veitingastofur Hannesarholts bjóða upp á kvöldverð á sanngjörnu frá kl. 18:30.  Athugið að bóka þarf fyrirfram í síma 511 1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

 

Upplýsingar

Skipuleggjandi

Staðsetning

Go to Top