Hleð Viðburðir

Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld, verður gestur Hannesarholts miðvikudagskvöldið 13. nóvember kl. 20:00. Snorri hefur starfað sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi síðan hann kom heim úr námi árið 1980. Verkalistinn er fjölbreyttur og inniheldur einleiksverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk. Snorri er félagi í Caput-hópnum og hefur verið áberandi í nýrri íslenskri tónsköpun á undanförnum áratugum auk þess sem hann hefur nýtt íslenskan tónlistararf í tónsmíðum sínum á spennandi hátt.

Snorri verður gestur Hannesarholts en það er Guðni Tómasson, listfræðingur og tónlistaráhugamaður, sem ræðir við Snorra. Tónskáldið segir gestum frá verkum sínum og hugmyndum að baki þeim. Snorri leikur einnig brot úr verkum sínum á flygilinn góða sem stendur í tónleikasal Hannesarholts.

http://notendur.centrum.is/~ssb/

Upplýsingar

Dagsetn:
13/11/2013
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Categories:
, ,
Vefsíða:
http://midi.is/tonleikar/1/7947/

Staðsetning

Hljóðberg