KVÖLDSTUND MEÐ MÁ GUNNARSSYNI
29/05/2019 @ 20:00 - 21:00
Kvöldstund í Hannesarholti með Má Gunnarssyni, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur vakið mikla athyggli fyrir píanóspil, lagasmíði og velgengni í sundi. Hann hefur unnið með fjölda hljómlistamanna hérlendis og erlendis og er afrakstur þeirrar vinnu m.a fyrsta plata Más Söngur Fuglsins sem var tekin upp og unnin í Varsjá á árunum 2018 og 2019.
Í apríl hélt Már stór-útgáfutónleika þar sem hann flutti nýútgefna plötu sína fyrir fullu húsi í Stapa Reykjanesbæ og vöktu tónleikarnir gríðarlega mikla hrifningu áhorfenda.
Í Hannesarholti mun Már spila og syngja sérvalin lög af plötu sinni ásamt þekktum slögurum.
Markmið tónleikanna er að eiga góða kvöldstund með ljúfum tónum og léttu spjalli um það sem er að gerast í lífi Más.
Þetta er einstakt tækifæri á að kynnast og fá innsýn í hinn unga og hæfileikaríka Má Gunnarsson.
Okkur hlakkar mikið til og vonumst til þess að sjá sem flesta!
Veitingastaðurinn í Hannesarholti framreiðir kvöldverð á undan tónleikunum. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is
Eftirfarandi vefslóðir vísa ykkur á lög Más á Youtube: