Kvöldstund með Valgarði Egilssyni og fjölskyldu
17/04/2015 @ 20:00 - 21:15
| ISK1000Læknirinn, vísindamaðurinn, skáldið og fjölskyldumaðurinn Valgarður Egilsson hefur ekki verið við eina fjölina felldur. Föstudaginn 17. apríl gefst landsmönnum kostur á að njóta samvista með Valgarði og konu hans, Katrínu Fjeldsted og börnum. Valgarður hyggst blanda saman skemmtun og fróðleik; hann ræðir hugmyndir sem tengjast landnámi og sögu Íslands, nánar tiltekið á vatnasviði Ölfusár. Margir landnámsmenn tilheyrðu „tap-liðinu“ í Noregi. Hann ræðir merkan þátt Ölfusinga i landakönnun á Norðvestur-Atlantshafi. Milli frásagna munu afkomendur Valgarðs koma með innlegg: rímnakveðskap, söng og píanóleik. Katrín Fjeldsted stýrir samkomunni.
Miða er hægt að kaupa á www.midi.is og kostar 1000 kr. Veitingastofurnar á 1.hæð eru opnar frá kl.18. Borðapantanir í síma 511-1904.