Hleð Viðburðir

Iðunn, Ingólfur, Kristín og Stefán börn Öddu og Steins í Tungu, Seyðisfirði bjóða til kvöldvöku miðvikudaginn 29.nóvember kl.20.00

Systkinin úr Tungu hafa sýslað margt um dagana. Á ferilskrá þeirra gefur að líta blöndu af hinu og þessu í ýmsum hlutföllum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Ritstjórn, þýðingar, tónlist samin og flutt, bókaskrif fyrir alla aldurshópa, bæði ljóð og laust mál, ýmsar lækningar og síldarsöltun, beitning og önnur fiskvinnsla, leiðsögn, dægurlagatextagerð, kennsla á öllum aldursstigum, talsíma- og sendilsstörf, sýnataka og efnagreining, verksmiðjuvinna á Mývetningaslóð og Katanesi, bæjarvinna og afgreiðslustörf í gamla kaupfélaginu heima, grafið fyrir sjónvarpsstreng, gamalmenna gætt í Danaveldi, skrifstofustörf.

Og hver er nú hver?

 

 

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
29/11/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.1500
Viðburður Categories:
,
Vefsíða:
https://midi.is/atburdir/1/10216/Kvoldvaka_Steins-_og_Odduborn_ur_Tungu

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg