Hleð Viðburðir

Kyrrð – Útgáfutónleikar

Píanóleikarinn og tónskáldið Einar Bjartur Egilsson flytur lög af plötunni sinni Kyrrð ásamt Chrissie Telmu Guðmundsdóttur fiðluleikara og Hrafnhildi Mörtu Guðmundsdóttur sellóleikara föstudaginn 6.október kl.20. Breiðskífan Kyrrð kom út í fyrra og eru þetta síðbúnir útgáfutónleikar. Einnig verða leikin eldri verk Einars af plötunni Heimkoma.

Áheyrendur verða leiddir í ferðalag gegnum landslag tilfinninganna – frá auðum vegum sorgarinnar til mikilfenglegs útsýnis háfjallanna. Tónlistin er oft draumkennd en spannar vítt svið, allt frá hinu einfalda yfir í dramatíska hápunkta. Þótt ferðalagið sé oft strembið er vonin aldrei langt undan.

Einar Bjartur er virkur sem píanóleikari og meðleikari hérlendis, spilar reglulega með ýmsum listamönnum og kórum. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir og gaf út breiðskífuna Heimkoma árið 2015 þegar hann bjó í Hollandi. Einnig hefur hann gefið út plötur með einleiksverkum fyrir píanó.

Upplýsingar

Dagsetn:
16/10/2023
Tími:
20:00 - 21:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map