This event has passed.
Lady sings the blues – Tríó Sigurðar Flosasonar
21/05/2014 @ 20:30 - 22:30
| ISK2.500Himnastigatríóið spilar Billie Holiday
Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar, Himnastigatríóið, heldur tónleika í Hannesarholti, Grundarstíg 10, miðvikudaginn 21 mai kl. 20:30. Tónleikarnir eru tileinkaðir söngkonunni Billie Holiday en hún hefði orðið 99 ára 7. apríl sl. Á efnisskrá verða lög sem Billie hljóðritaði og tengjast henni sterklega. Tríóið skipa auk Sigurðar þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman en hann kemur hingað til lands sérstaklega vegna þessara tónleika.Tríóið er stundum kennt við sinn fyrsta disk; „Himnastigann“ sem kom út árið 1999 og fékk frábæra dóma. Tveimur árum síðar kom annar diskur; „Djúpið“ sem hlaut einnig mjög góðar vitökur. Himnastigatríóið snýr aftur eftir langt hlé og einbeitir sér, nú sem fyrr, að túlkun klassískra jazzstandarda með áherslu á lifandi og ljóðrænt samspil.
Billie Holiday, sem hét í raun og veru Eleanora Fagan var fædd 7. Apríl 1915 og lést aðeins 44 ára gömul 17. Júlí 1959. Hún átti erfiða æfi og glímdi lengst af við áfengis- og vímuefnafíkn. Bille er í hópi áhrifamestu söngkvenna jazzins. Hún er af flestum talin einn af persónulegustu og sterkustu túlkendum jazzsögunnar. Billie flutti bæði klassiska standarda og eins lög sem samin voru sérstaklega fyrir hana. Tríóið mun flytja blöndu af hvoru tveggja.Miðverð er kr. 2.500. Miðar á midi.is og við innganginn.