Hleð Viðburðir

Xárene Eskandar er hönnuður sem hefur rannsakað ný viðhorf gagnvart sjálfinu og  leitast við að breyta skynjun okkar á bæði tíma og rúmi í gegnum ljósmyndir og video-verk sín. Hún er handhafi MFA gráðu frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles,. Hún heldur fyrirlestra og hefur sýnt verk sín við alþjóðlegar stofnanir og við ólík tækifæri. Sem dæmi má nefna;   Mutek, Montréal; SIGGRAPH; International Symposium of Electronic Arts, Singapúr; Istanbul Design Biennial; Iceland Academy of Arts; Fabrica, Treviso; Bâtiment d’art contemporain, Genève; Centre of Contemporary Art, Torun; Kiasma Museum of Contemporary Art, Helsinki; og Los Angeles Contemporary Exhibits.

LANDSLAG SÁLARINNAR – ÍSLENSKAR VEÐURFRÉTTIR

Mat á skynjun okkar gagnvart rúmtíma – lýst með veðurfregnum.

“Vinna að verkinu hófst sem vikulegur óður til borgarinnar sem ég elska en flestir elska að hata: Los Angeles. Titillinn „Veðurfregnir“ er andsvar við staðarímynd  veðurfars Los Angeles – 20 gráður og sólríkt („70 and sunny“). Textarnir  varpa þá ljósi á margbreytileika veðurfars og þeirra áhrifa sem það hefur á sjálfið, hvort sem það er augljóst, eða í undirvitund okkar.

Bæði á Íslandi og í Los Angeles er veðurfar vinsælt umræðuefni, en þær umræður eru þó kannski býsna ólíkar því hér skipast veður skjótt í lofti. Textinn, ljósmyndirnar og myndböndin sem hér eru sýnd eru þ.a.l. kannski persónulegri þar sem íslensk náttúra og veðurfar hefur mögulega djúpstæðari áhrif á sjálfið, samanborið við einlitt veður Los Angeles.”

Upplýsingar

Dagsetn:
21/08/2014
Tími:
16:00 - 18:00
Verð:
Free
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/873094679386830

Staðsetning

Hljóðberg