Hleð Viðburðir

Júlíana Rún Indriðadóttir leiðir gesti um ferð í gegnum íslenska tónlistarsögu í máli og myndum og nýtur fulltingis Halldóru Eyjólfsdóttur, mezzósópransöngkonu. Júlíana spilar með á flygilinn.

Júlíana Rún Indriðadóttir lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1989 þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttormsdóttir. Hún stundaði síðan píanónám hjá Georg Sava í Berlín og Jeremy Denk og Edward Auer við Indiana University Bloomington þaðan sem hún lauk meistaragráðu í píanóleik árið 1998. Júlíana hlaut TónVakaverðlaun ríkisútvarpsins árið 1995. Júlíana hefur komið fram á sem einleikari, meðleikari og kórstjóri á Íslandi og í Berlín, þar sem hún m.a. skipulagði tónleika með verkum Jón Leifs. Júlíana hefur starfað sem tónlistarkennari og meðleikari við Tónskóla Sigursveins frá árinu 1998.

Halldóra Eyjólfsdóttir stundaði söngnám hjá John Speight í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2014. Hún hefur einnig verið virk í kórastarfi. Var félagi í Kór Langholtskirkju 1993-2007 en syngur nú með Kammerkór Langholtskirkju og í Söngfélaginu Góðum grönnum. Hún hefur einnig sótt tíma hjá Jóni Þorsteinssyni og notið leiðsagnar Mörtu Halldórsdóttur, Ingveldar ýrar Jónsdóttur og Sólrúnar Bragadóttur.

Hún lauk BS próf í sjúkraþjálfun 1993, MS prófi 2008 og fékk sérfræðileyfi í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun 2011. Hún starfar nú á Landspítala í klíník og við fræðistörf.

Almennt verð 2000, 1500 fyrir námsmenn og eldri borgara.