Hleð Viðburðir
Sveinn Einarsson hefur verið í fremstu röð íslenskra leikhúsmanna í hálfa öld, þó að hann hafi kannski haft hægar um sig hin síðari ár nema í skriftum. Hann er leikstjóri, leikhúsfræðingur og hefur verið leikhússtjóri beggja stóru leikhúsanna svo og leitt  innlenda dagskrárgerð Sjónvarps, auk ýmissa annarra starfa. Sveinn hefur gengt margvíslegum trúnaðarstörfum í menningar-og listageiranum jafnt á innlendum vettvangi sem erlendum og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leikstjórn.
Frá Sveini hafa komið fimmtán bækur, flestar um leiklistarmál. Í þeirri nýjustu, Íslensk leiklist III, sem hann segir frá í Hannesarholti, er fjallað um íslenska leiklist á árunum 1920-1960, þar á meðal frá opnun Þjóðleikhússins, deilum á þriðja áratugnum og glæsilegu tímabili í sögu Leikfélags Reykjavíkur og munu margar þær sýningar sem sagt er frá vera hinum eldri í fersku minni. Þá segir frá blómlegu starfi áhugamanna, þar sem margt fróðlegt hefur nýlega verið grafið fram, meðal annars hvílíkur fjöldi leikrita hefur verið saminn á Íslandi og hvílík aðsókn hefur löngum verið að leiksýningum á Íslandi þannig að slíks eru fá dæmi í Evrópu.

Léttur kvöldverður í veitingastofunum á sanngjörnu verði frá kl.18.30, borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
03/04/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.1500
Viðburður Categories:
,
Tök Viðburður:
, , ,
Vefsíða:
https://midi.is/atburdir/1/10005/Leiklistarspjall_%E2%80%93_Sveinn_Einarsson

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg