Lifi ljóðið – tónlistarhátíð
26/03/2023 @ 14:00 - 15:00
Ljóðið lifi er ný tónlistarhátíð sem hefur göngu sína í vor en þar verður ljóðatónlistinni gert hátt undir höfði.
Boðið verður upp á þrenna tónleika með vandaðri efnisskrá í hinum sjarmerandi tónleikasal Hannesarholts, Hljóðbergi.
Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari.
Dagskrá:
1. Föstudagskvöldið 24. mars kl. 19:30
Karin Björg Þorbjörnsdóttir og Unnsteinn Árnason
Ljóðatónleikar
2. Laugardagurinn 25. mars kl. 17:00
Auður Gunnarsdóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson
Þýsk ljóð – “Liederabend”
3. Sunnudagurinn 26. mars kl. 14:00
Debuttónleikar Önnu Guðrúnar Jónsdóttur
Blönduð efnisskrá
Píanóleikari á öllum tónleikunum er Eva Þyri Hilmarsdóttir