Hleð Viðburðir

Titill tónleika Tríó Sírajóns vísar í ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólma, sem Þórður Magnússon tónskáld hefur samið tónlist við að beiðni tríósins. Verkið er skrifað fyrir fiðlu, klarínett, píanó og sópran og er frumflutt á Listahátíð. 

Efnisskrá

Igor Stravinsky:  3 lög fyrir einleiks klarinett

Igor Stravinsky:  Saga dátans – svíta

Leifur Þórainsson:  Áfangar

Þórður Magnússon: Gunnarshólmi ( frumflutningur )

Tónleikarnir hefjast á fjarlægum og dulúðugum tónum klarínettsins í einleiksverki Stravinskys frá dvalarárum hans í Sviss þegar heimstyrjöldin fyrri geisaði. Hann hafði hrist eftirminnilega upp í hinum vestræna tónlistarheimi nokkrum árum áður með Vorblótinu og sneri sér eftir það að verkum fyrir smærri hljóðfærahópa þar á meðal Sögu dátans fyrir sjö hljóðfæraleikara, sögumann og dansara.  Verkið fjallar um ungan hermann og kölska sem lofar unga manninum gulli og grænum skógum í skiptum fyrir fiðluna hans. Stravinsky gerði síðar svítu úr sviðsverkinu fyrir fiðlu, klarínett og píanó og verður sú gerð verksins leikin á tónleikunum. Í þessum tveimur verkum Stravinskys má heyra fyrstu tilraunir hans með jasskennda tónlist og ragtime.

Leifur Þórarinsson hefði orðið áttræður í ár og því við hæfi að minnast þessa merkilega tónskálds á þeim tímamótum, en hann var einn áhrifamesti tónhöfundur Íslendinga á síðustu öld. Tríó Sírajón leikur verkið Áfangar eftir Leif  á þessum tónleikum en það var samið undir áhrifum frá samnefndri mynd eftir náinn vin hans, Kristján Davíðsson listmálara og tileinkað honum.

Flytjendur: Tríó Sírajón og Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran

Tríó Sírajón skipa: Laufey Sigurðardóttir fiðla Einar Jóhannesson klarínett og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó

Miðar seldir á www.midi.is 

Upplýsingar

Dagsetn:
25/05/2014
Tími:
16:00 - 18:00
Verð:
ISK3.000
Viðburður Category:
Vefsíða:
www.listahatid.is

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map