Hleð Viðburðir

Ljúfir tónar um tilveruna
Á þessum tónleikum verða flutt lög, íslensk jafnt sem erlend sem fjalla á ljúfum nótum um gleði og alvarlegri hliðar tilverunnar
Flytjendur eru.
Söngvarar: Halldóra Eyjólfsdóttir messosópran, Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir sópran, Salka Rún Sigurðardóttir sópran og Þorsteinn Þorsteinsson baritón.
Meðleikarar: Friðrik Vignir Stefánsson á piano, Óskar Magnússon á gítar og Jón Guðmundsson á flautu.
Söngvararnir hafa öll stundað söngnám og lokið prófum frá söngskólum í Reykjavík og sum verið í framhaldsnámi á erlendri grund.. Öll hafa þau einnig margra áratuga reynslu í söng með kórum auk einsöngs í hinum ýmsu verkefnum. Þau eru félagar í Kammerkór Seltjarnarneskirkju þar sem Friðrik Vignir ræður ríkjum.
Meðleikararnir hafa allir langt nám að baki á sín hljóðfæri og meðfram sínu starfi sem hljóðfæraleikarar hafa þeir kennt við tónlistarskóla víðsvegar um land til lengri og skemmri tíma.

„Tónleikarnir voru hreint yndi og var ótrúleg orka í kirkjunni, sjaldan eða aldrei fundið annað eins. Dýrðarstund. Ragnhildur og Óskar voru frábær.“ –
Aðalsteinn Bergdal sem mætti á tónleika í Hrísey.

Upplýsingar

Dagsetn:
22. ágúst
Tími:
20:00 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map