Hleð Viðburðir

Magnús Gottfreðsson prófessor í smitsjúkdómum.

Árlega berast tilkynningar um að inflúensufaraldur sé hafinn og í kjölfarið fréttir af yfirfullum sjúkrahúsgöngum. Heilsufarskvíði sækir sennilega á suma, ekki síst þau ár þegar inflúensan þykir óvenjuskæð og eins þegar spurnir af banvænni og dularfullri “fuglaflensu” bárust okkur til eyrna. En hvað er inflúensa? Af hverju ganga skæðir faraldrar yfir heimsbyggðina með vissu millibili, eins og Rússaflensan 1889, “Mexíkóflensan” 2009, að maður tali nú ekki um hina illræmdu spænsku veiki sem árið 1918 drap miklu fleiri en hin mannskæða fyrri heimstyrjöld gerði. Hversu hættuleg er inflúensa okkur og hvaða gildi hefur það að bólusetja sig gegn henni?

Í þessum fróðlega fyrirlestri mun Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum, fjalla um þennan dularfulla og ógnvænlega smitsjúkdóm frá ýmsum sjónarhornum.

Upplýsingar

Dagsetn:
04/03/2014
Tími:
20:00 - 22:00
Verð:
ISK1000
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://midi.is/atburdir/1/8139/

Skipuleggjandi

Arnór Víkingsson

Staðsetning

Hljóðberg