Hleð Viðburðir

Frá unga aldri hefur listamaðurinn heillast af litum, formum, list og sköpun. Það mátti sjá snemma að áhugi á tjáningu í gegnum listsköpun væri til staðar.

Aron sækir innblástur í verk sín í nærumhverfi sitt, en borgin, húsin og skipulagið er eitthvað sem er honum afar kært. Listamaðurinn hefur fleiri en eina tengingu við viðfangsefnið allt frá því að mála hús yfir í að starfa við skipulag borgarinnar.

Aron Leví lærði húsamálarann og hlaut síðan Húsamálarameistara titil 2019. Hann kláraði BS í Byggingafræði og stundaði meistaranám við borgarskipulag. Reynsla hans er þó ekki upptalin því hann hefur einnig starfað sem borgarfulltrúi og þá setið í skipulagsnefnd.

Nú nálgast hann þó borgina á nýjan og óhefðbundinn hátt. Verkin einkennast af litum, formum og áferð sem gerir það að verkum að gesti langar ekki bara að snerta verkin heldur komast inn í þau. Hallgrímskirkja er einkennandi í mörgum verkunum enda áhugavert mannvirki þó svo sumir vilji meina að hún sé eitt mesta skipulagsslys Reykjavíkurborgar.

Formleg opnun sýningar verður laugardaginn 20. febrúar á milli 15 og 17. Öll velkomin.

Hannesarholt er opið alla daga nema mánudaga frá 11.30-17.00. Hádegisseðill er borinn fram milli 11.30 og 14 á virkum dögum. Helgardögurður er borinn fram milli 11.30 og 14.30 laugardaga og sunnudaga.

Upplýsingar

Byrja:
20/02/2021
Enda:
11/03/2021
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð