Mozartmaraþon – Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté
26/08/2018 @ 12:15
| kr.3000Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu.
Tónleikarnir fara fram á síðasta sunnudegi hvers mánaðar í Hannesarholti og hefjast kl. 12:15. Hægt verður að kaupa miða á fimm fyrstu tónleikana með afslætti á samtals 12,500 eða staka miða á 3000. Miðasala verður á tix.is. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.
Einnig býðst að bóka helgarbruch með afslætti í veitingastofum Hannesarholts á kr.2500 í tengslum við tónleikana. Borðapantanir í síma 511-1904.
26. ÁGÚST:
Píanóleikari: Peter Máté
- 30. SEPTEMBER: Píanóleikari: Jane Sutarjo
- 28. OKTÓBER: Píanóleikari: Richard Simm
- 25. NÓVEMBER: Píanóleikari: Nína Margrét Grímsdóttir