Hleð Viðburðir
Fríða Freyja Frigg opnar sýninguna MYRKRIÐ FRAMKALLAR LJÓSIÐ í Hannesarholti laugardaginn 3. maí frá 14.00 til 16.00.
Um sýninguna segir Fríða sér vera hugleikið hvernig áskoranir lífsins geta mótað okkur og stækkað. Að lífið sé alltaf að gera það sem er gott fyrir okkur þótt það sé ekki alltaf þægilegt. Það er áskorun að fylgjast með heimsmálunum og útlitið svart en undir niðri kraumar ljósið og margir eru að vakna til vitundar um það hver við erum. Allt spilar þetta saman myrkur og ljós. Þjáningin ýtir við okkur svo við getum horfst í augu við það sem má fara og hætt að bera fortíðina eða hugsanlega framtíð á bakinu. Við vorum ekki sköpuð til að vita á hverri stundu hvað er að gerast alls staðar á Jörðinni. Það er mikilvægt að við náum að huga að okkur sjálfum, okkar innri friði sem hefur svo áhrif á þá sem eru nálægt okkur. Sköpunarkrafturinn býr í augnablikinu og þegar við náum að dvelja þar getum við skapað þann veruleika sem okkur dreymir um. Gott er að minna sig á að við erum hér og að huga að andardrættinum, lífinu í líkamanum oft yfir daginn, eða um leið og við finnum að við erum farin á tímaflakk eða í hugsanir sem þjóna okkur ekki lengur.
Sýningin er sölusýning og stendur til 24.maí. Hún er opin á opnunartímum Hannesarholts, alla daga nema sunnudaga og mánudaga kl.11.30-16.
Þetta er fjórtánda einkasýning Fríðu Freyju Frigg, en hún hefur einnig haldið fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Verk Fríðu má einnig nálgast í ART67 gallerí á Laugarvegi 61 og í Artótek Borgarbókasafninu í Tryggvagötu.

Upplýsingar

Dagsetn:
3. maí
Tími:
14:00 - 15:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map