Hleð Viðburðir

Náttúra í nýstárlegri umgjörð

Margt býr í fjöllunum nefnist málverkasýning Önnu Leós í Hannesarholti, sem stendur yfir frá 11.-30.janúar.

Þetta eru vissulega ekki hefðbundnar náttúrumyndir, heldur mín túlkun á náttúrunni, segir Anna um sýninguna, sem samanstendur af ellefu akrýlverkum þar sem fjöll eru í fyrirrúmi, tilkomumikil og glæsileg ásýndar, í óvenjulegri umgjörð, sem drengur fram og undirstrikar þá orku sem frá þeim stafar.

Með sýningunni segist listakonan vilja vekja athygli á mikilvæti íslenskrar náttúru. Hana beri að vernda og hlúa að, því hún sé einstök á heimsvísu. Ekki síst núna, þegar sótt er að náttúrunni úr öllum áttum, bendir Anna á.

Anna hefur fengist við myndlist um árabiil og á að baki fjölda einkasýninga. Hefur hún meðal annars haldið sýningar í Viðey, á kaffistofu Hafnarborgar í Hafnarfirði og í Ráðhúsi Reykjavíkur, svo fátt eitt sé nefnt.

Sýning Önnu í Hannesarholti stendur frá 11.-30.janúar 2025. Öll velkomin. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið alla daga frá 11.30-16, nema sunnudaga og mánudaga.

Upplýsingar

Dagsetn:
11. janúar
Tími:
08:00 - 17:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map