This event has passed.
Myndlistarsýning Ragnheiðar Ragnarsdóttur: HIMNASENDING
30. ágúst @ 15:00 - 17:00
HIMNASENDING nefnist málverkasýning Ragnheiðar Ragnarsdóttur í Hannesarholti, sem stendur frá 30.ágúst til 17.september. Sýningin er sölusýning og opnunartími Hannesarholts er alla daga nema sunnudaga og mánudag kl.11.30-16.00
Verk Ragnheiðar voru framan af hugmyndaverk, mest innsetningar í rými, unnin í hversdagsleg, handhæg efni, s.s.dagblöð, myndbönnd, ljósmyndir og nærtæka muni. Á síðust árum hefur hún snúið sér aðallega að málverkinu og stöku lósmyndaverkum. Verkin er skyld innsetningum að því leiti að eitt verk kallar á annað og mynda þau ákveðið net, þar sem möskvastærð eða bilið á milli eininga er leið til að halda utanum mynndflötinn. Verkin leita innn og út fyrir sig og saman tengjast þau í rýminu sem þau eru hluti af. Eldri verk Ragnheiðar mætti kalla tilraun til að kortleggja hversdagslegar athafnir, á meðan nýrri verkin eru laus undan oki skilgreininga. Hér tekur eitt við af öðru. Leitin að hinu óvænta heldur áfram og tilraunir til að fanga örlítið brot af fegurðinni.