Hleð Viðburðir
Jane Ade Sutarjo píanó- og fiðluleikari og Hulda Jónsdóttir fiðluleikari, ungar og sérlega hæfileikaríkar tónlistarkonur, halda fyrstu tónleika Hannearholts árið 2017.
Hulda og Jane munu leika litrík verk fyrir fiðlu og píanó eftir B. Bartók, E. Ysaÿe,J. Brahms.

Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í Indónesíu árið 1989. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri, fyrst á píanó og siðar á fiðlu. Hún flutti til Íslands haustið 2008 og hóf nám við Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté, og er fyrst til að ljúka einleikaranámi bæði á fiðlu og píanó frá LHÍ.

Jane er virkur þáttakandi í íslensku tónlistarlifi og hefur spilað  kammermúsík og komið fram sem einleikari. Árið 20111  lék hún einleik með Sinfóniuhljómsveit Íslands og 2014 hélt hún debut tónleikana sína í Salnum í Kópavogi. Jane hlaut minningarverðlaun Halldórs Hansen árið 2012. Einnig hefur hún tekið þátt í píanókeppnum  á Íslandi og erlendis. Hún vann 1. sæti í 5. EPTA píanó keppninni á Íslandi árið 2012.

Eftir útskrift  frá LHÍ hefur hún kennt á píanó við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskólann í Grafarvogi, og auk þess að starfa sem meðleikari. Jane stundar nú nám við Norges Musikkhogskole undir leiðsögn Jens Harald Bratlie og Kathryn Stott og  sækir tíma á fortepíanó hjá Liv Glaser.

Hulda Jónsdóttir, fædd árið 1991, hóf fiðlunám fjögurra ára gömul við Suzukideild Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Sigríði Helgu Þorsteinsdóttur.  Í Tónlistarskóla Reykjavíkur voru kennarar hennar Lilja Hjaltadóttir og síðar Guðný Guðmundsdóttir. Hulda lauk diplómaprófi frá Listaháskóla Íslands 2009.  Frá hausti 2009 nam hún við The Juilliard School í New York þar sem kennarar hennar voru Robert Mann, stofnandi Juilliard strengjakvartettsins, David Chan, konsertmeistari Metropolitan óperuhljómsveitarinnar, Laurie Smukler og Nicholas Mann. Hulda lauk B.Mus gráðu frá skólanum vorið 2013, og M.Mus gráðu vorið 2015.

Síðan námi lauk hefur Hulda búið í Þýskalandi og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum í Evrópu. Hún hefur m.a. leikið með Philharmoniker Hamburg, komið reglulega fram með kammersveitinni Ensemble Resonanz, leitt hljómsveit Íslensku Óperunnar sem gestakonsertmeistari og lék um nokkurra mánuða skeið haustið 2016 sem 2. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og varð þar með yngsti einstaklingurinn sem leitt hefur hljómsveitina á tónleikum frá stofnun hennar.

Hulda lék fyrst einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands 15 ára gömul og lék fiðlukonsert Johannesar Brahms með hljómsveitinni árið 2009 í kjölfar þess að hafa sigrað einleikarakeppni SÍ og LHÍ. Auk þess hefur hún leikið einleik með kammerhljómsveitum í Sviss og Mexíkó. Hún hefur komið fram í beinni útsendingu á WFMT og BR Klassik útvarpsstöðvunum auk í sjónvarpi og útvarpi RÚV. Hulda hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, þ.m. Minningarverðlaun Halldórs Hansen (2009),  American Scandinavian Society Cultural Grant (2012) og Minnigarverðlaun Jean Pierre Jacquillat (2013.)

Frá hausti 2006 hefur Hulda verið þess heiðurs aðnjótandi að leika á fiðlu smíðaða af Vincenzo Sannino í kringum 1920 og boga smíðuðum af Victor Fetique. Hvoru tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton Foundation í Chicago og þaðan sem hún hlaut afreksstyrk  árið 2008.

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
03/01/2017
Tími:
17:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website