Hleð Viðburðir

Helga Laufey Finnbogadóttir og Haukur Gröndal hafa leikið saman við ýmis tækifæri síðustu 15 ár. Hér koma þau fram með nýtt dúó sem flytur söngva frá Miðjarðarhafslöndunum, Argentínu og Brasilíu. Bæði eru þau þekkt fyrir að leika hina ýmsu tónlistarstíla og á þessum tónleikum verða flutt lög og verk sem endurspegla þann bakgrunn. Helga Laufey leikur á flygilinn og Haukur á altósaxófón og klarinett.

Verk eftir Piazzolla verða fyrirferðarmikil en einnig söngvar eftir spænska tónhöfunda sem og lög frá Brasilíu í í svokölluðum Choro stíl.

Fjölbreyttir tónleikar þar sem svífandi melankólískar laglínur vefa sig saman við mansöngva, sitrandi af ástríðu sem leiðir okkur taktfast inn í vorið.

Helga Laufey Finnbogadóttir lauk burtfararprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam , fyrst í klassískri tónlist en söðlaði yfir í jazzdeild skólans og útskrifaðist þaðan 1994.

Hún hefur starfað við marga tónlistarskóla sem meðleikari , m.a. við Söngskólann í Reykjavík, söngdeild Tónlistarskóla FÍH, Domus Vox, Tónskóla Sigursveins og söngleikja- og unglingadeild Söngsskóla Sigurðar Demetz auk þess að kenna á píanó við Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi. Hún hefur tekið þátt í tónleikahaldi innanlands og utan , meðal annars í Norræna húsinu, á Gljúfrasteini , í Salnum og á Gljúfrasteini.

Haukur hóf að leika á klarínett og saxófóna á unga aldri. Hann var búsettur í Danmörku í tæp 10 ár þar sem hann var við nám og ýmis störf. Haukur hefur leikið á tónleikum og tónlistarhátíðum um stóran hluta Evrópu, í Bandaríkjunum og á Indlandi. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Stórsveit Reykjavíkur og leikið í uppfærslum á söngleikjum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Haukur hefur verið ötull tónsmiður og útsetjari og verk hans hafa verið flutt af ýmsum hljómsveitum heima og erlendis.Árið 2018 hlaut hann íslensku tónlistarverðlaunin fyrir verkið “Pétur… en hvað varð um úlfinn?” í flutningi Stórsveitar Reykjavíkur. Haukur hefur haldið úti eigin útgáfu; Rodent Records sem hefur gefið út 12 titla frá árinu 2003.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar alla sunnudaga frá kl.11:30- 17.

Upplýsingar

Dagsetn:
21/07/2020
Tími:
12:00 - 13:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904