Hleð Viðburðir

Reynir Hauksson gítarleikari heldur einleikstónleika í Hannesarholti föstudaginn 5. apríl. Á efnisskránni verða þekkt verk úr heimi Flamenco tónlistar í bland við eigin tónsmíðar.

Reynir býr í Granada, Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari. Tónleikarnir í Hannesarholti eru liður í tónleikaferð hans um landið, með því markmiði að kynna Íslendinga fyrir töfrandi heimi Flamenco.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og standa í um 80 mínútur með hléi. Veitingastaðurinn í Hannesarholti er með opið fram á kvöld. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
05/04/2019
Tími:
20:30 - 22:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904